Það hefur gengið á með éljum um landið sunnan- og vestanvert í nótt en það safnaðist ekki mikið af snjó á höfuðborgarsvæðinu. Éljagangurinn heldur áfram fram eftir degi, en skýjað af háskýjum og þurrt norðaustantil á landinu. Í nótt og á morgun kólnar heldur og gengur í hvassa norðaustanátt með snjókomu, fyrst á Vestfjörðum og með norðurströndinni, en hægari vindur syðst á landinu fram á kvöld og um sunnanvert landið rofar einnig heldur til.
Veðurhorfur á landinu
Suðlæg átt 5-13 og lægir í kvöld. Gengur á með éljum en lengst af bjartviðri á norðaustantil.
Gengur í norðaustan 13-18 m/s á morgun en hægari syðst á landinu fram á kvöld. Snjókoma með köflum, en léttir til um sunnanvert landið.
Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins, en frostlaust við suðurströndina í dag.
Spá gerð: 24.02.2020 04:25. Gildir til: 25.02.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðaustan 13-18 m/s og snjókoma á Vestfjörðum og með norðurströndinni, annars hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og þurrt. Frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins.
Á miðvikudag:
Norðan- og norðaustan 8-15 m/s átt og dálítil él, en úrkomulítið um sunnanvert landið. Herðir á frosti.
Á fimmtudag:
Stíf austlæg átt og él eða snjókoma í flestum landshlutum. Frost um land allt.
Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt og snjókoma austantil á landinu, annars þurrt. Vægt frost en frostlaust syðst á landinu.
Á laugardag:
Suðlæg átt og dálítil snjókoma eða él, en þurrt norðvestantil. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Útlit fyrir sunnan- og suðvestanátt með éljum, en að mestu þurrt norðanlands. Hiti nálægt frostmarki.
Spá gerð: 23.02.2020 21:25. Gildir til: 01.03.2020 12:00.