Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, vill að íslenska ríkið selji stóran hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóða með ákveðnum skilyrðum. Þetta segir hún í samtali við Fréttablaðið.
Greint var frá því á dögunum hagnaður Landsvirkjunar hafi aukist og numið 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020.
Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði fimmtán milljarða króna arður aftur í ríkissjóð.
„Ég tel að það komi vel til greina að selja um 30 til 40 prósenta hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna með skilyrðum,“ segir Guðrún í samtali við Fréttablaðið.
Umræða