Matvælastofnun varar við einni framleiðslulotu af frönskum osti Morbier Tradition Émotion sem Aðföng ehf. flytur inn vegna gruns um E. coli myndandi shigatoxin smit. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík tekið úr sölu og innkallað vöruna.
Einungis er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: Morbier Tradition Émotion
- Nettómagn: 100g
- Umbúðir: Plastumbúðir
- Strikamerki: 3292790340085
- Best fyrir dagsetning: 23/02/2025
- Lotunúmer: 32021A105436
- Geymsluskilyrði: KÆLIVARA, 0-4°C
- Framleiðandi og framleiðsluland: Jean Perrin (FR 25 155 001 CE), Frakkland
- Innflytjandi: Aðföng, Skútuvogi 7-9, 104 reykjavík
- Dreifing: Verslanir Hagkaups
Neytendur sem keypt hafa umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skilað henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.
Ítarefni
- Fréttatilkynning frá Aðföngum ehf.
- Fréttatilkynning frá Heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík
- Listi Matvælastofnunar yfir innkallanir
- Neytendavakt Matvælastofnunar á Facebook
Umræða