Veiðinni er mjög misskipt. Í gær veiddust 23 birtingar, en daginn áður var aðeins hoplax í aflanum. Um leið og hlýnar aðeins tekur sjóbirtingsveiðin við sér.
Mér sýnist við vera með um 200 fiska veiði sem er frábært þar sem við hófum veiði þann 10. apríl. Veturinn hefur verið mildur og ég hef það á tilfinningunni að áin muni skila fiskinum hindrunarlaust til sjávar. Svona vetur er venjulega undanfari góðs sjóbirtingssumars því ég fæ á tilfinninguna að hærra hlutfall lifi svona milt veðurfar. Það skilar stærri göngum því sjóbirtingurinn gengur árlega og þessi stærri eru að koma jafnvel í fjórða eða fimmta árið til hrygningar.
Aflestur hreistra gefur til kynna að 17-18 punda sjóbirtingur sé 15 ára gamall.
Mynd: Jóhann Freyr Guðmundsson með birting frá í fyrradag.