Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir hélt ræðu á Austurvelli í gær, hún segir ,,Á Austurvöll í gær mættu á þriðja þúsund manns. Það kallaði RÚV „talsverðan fjölda“ og svo „þúsund manns.“
,,Ég veit ekki hvers vegna tilhneiging ríkisfjölmiðils til þess að smætta mótmælin er svo rík. Læt öðrum eftir að ráða í það. Skil heldur ekki hvers vegna fréttamenn forðast að nefna ræðumennina – jafnvel þó að vitnað sé orðrétt til þeirra, eins og í mínu tilfelli þegar sagt var að „einn fundarmanna“ hefði líkt framkomu hrunaflanna við þjóðina við blóðmerahald. Nenni samt ekki að velta frekar vöngum yfir því.“ Sagði Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.
Umræða