Frá kl. 18:00 – 05:00 eru u.þ.b. 90 mál skráð í dagbók lögreglu. Mörg mál eru tengd ölvun og hávaða frá heimilum og veitingahúsum. Nokkrar tilkynningar um ofurölvi / ósjálfbjarga menn og konur liggjandi á gangstéttum. Einnig nokkur mál með sjúkraliði þar sem aðilar eru að detta og slasast. 5 aðilar eru vistaðir í fangageymslu.
Tilkynnt var um líkamsárás á veitingahúsi í Hafnarfirði í nótt. Kona féll í gólfið á veitingastaðnum og rotast eftir að manni hafði verið ýtt á konuna. Konan var með skerta meðvitund og var hún flutt með sjúkrabifreið á Bráðadeild. Gerandinn var ölvaður og er hann sagður hafa verið að ýta á fólk á dansgólfinu. Maðurinn var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Þá var tilkynnt um líkamsárás við veitingahús í miðborginni. Tveir menn voru handteknir, grunaðir um árás á dyraverði. Árásaraðilarnir voru færðir á lögreglustöð og vistaðir fyrir rannsókn máls. Árásarþoli var með áverka í andliti og lausar tennur.
Umræða