Jarðskjálfti af stærðinni 7,3 reið yfir við Kermadec-eyjar í Suður-Kyrrahafi um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma.
Þetta kemur fram í tilkynningu Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna (USGS). Eyjarnar tilheyra Nýja-Sjálandi, eru óbyggðar og liggja í um þúsund kílómetra fjarlægð frá Norðureyju Nýja-Sjálands annars vegar og Tonga hins vegar.
Umræða