Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bendir á áhugaverðan þátt sem unninn er af Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, blaðamanni á Heimildinni, um störf Kynferðisbrotadeildarinnar, hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan:
,,Það að gæta trúnaðar er einn af máttarstólpum okkar starfs, stundum þannig að það er erfitt að mega ekki deila meira af okkar störfum með ykkur öllum hinum. Þess vegna er ánægjulegt að geta deilt með ykkur núna var að koma út afar áhugaverður þáttur sem unninn er af Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, blaðamanni á Heimildinni, um störf Kynferðisbrotadeildarinnar.
Störf deildarinnar eru vandmeðfarin og stundum umdeild, enda snýr starf þeirra að þeim brotum sem standa hjarta okkar næst – og særa það sem tekur oft mestan tíma að gróa. Vegna þessa leggur LRH afar mikla áherslu á að vanda vinnu við rannsóknir slíkra brota.
Við hvetjum alla til að hlýða á þennan þátt og fræðast um störf okkar fólks.“ Segir lögreglan.
Hlekkur á þáttinn er hér
Umræða