• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Mánudagur, 25. september 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Stóraukin umsvif Icelandair

ritstjorn by ritstjorn
24. maí 2022
in Ferðaþjónusta, Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

Um þessar mundir eykst flugframboð Icelandair dag frá degi í takt við metnaðarfulla sumaráætlun félagsins. Flogið er til 44 áfangastaða frá Keflavíkurflugvelli, 30 í Evrópu og 14 í Norður-Ameríku. Langoftast er flogið til Kaupmannahafnar en þangað verður flogið allt að fimm sinnum á dag í sumar. Félagið flýgur þrisvar sinnum á dag til Boston, New York og Parísar og tvisvar á dag til London, Osló, Stokkhólms og Amsterdam.

Þannig geta viðskiptavinir valið brottfarartíma innan dagsins sem hentar þeim best til og frá þessum áfangstöðum. Icelandair flýgur nú rúmlega 200 ferðir á viku til áfangastaða erlendis en tíðnin verður allt að 350 ferðir á viku þegar mest lætur. Þannig verður Icelandair með tæp 60% af heildarflugáætlun um Keflavíkurflugvöll og munu um 3.500 manns starfa hjá félaginu í sumar. Alls flýgur félagið 6.700 ferðir frá Keflavíkurflugvelli frá 1. maí til 1. október og heildarfjöldi flugsæta er um 2,5 milljónir.

Þrír nýir sumaráfangastaðir

Icelandair kynnir þrjá nýja sólríka áfangastaði í sumar, Róm, Nice og Raleigh-Durham í Norður-Karólínu. Flug til Raleigh-Durham hófst 12. maí síðastliðinn og það styttist í beint flug til Rómar og Nice en það hefst 6. júlí. Þá hefur félagið flug á nýjan leik til fjölda árstíðarbundinna áfangastaða.

Heilsársáfangastaðir sem félagið býður flug til eru Kaupmannahöfn, Stokkhólmur, Osló, Helsinki, Amsterdam, París, Berlín, Frankfurt, Munchen, Zurich, London, Glasgow, Manchester, Dublin, Boston, New York, Seattle, Washington, Denver, Chicago, Toronto, Tenerife, Nuuk og Kulusuk.

Árstíðarbundnir áfangastaðir eru Róm, Nice, Montreal, Alicante, Raleigh-Durham, Bergen, Billund, Hamborg, Genf, Brussel, Minneapolis, Vancouver, Portland, Baltimore, Mílanó, Madrid, Salzburg, Orlando, Ilulissat og Narsarsuaq.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair: „Við finnum fyrir miklum ferðaáhuga á öllum okkar mörkuðum og sumaráætlunin okkar er metnaðarfull og umfangsmikil í takt við það. Ísland er sem fyrr mjög vinsæll ferðamannastaður og má búast við að Icelandair flytji talsverðan fjölda ferðamanna til landsins í sumar sem munu skapa mikilvægar gjaldeyristekjur fyrir íslenskt hagkerfi. Einnig er ferðahugur í Íslendingum sem sækja sem fyrr mikið í sólina en auk þess höfum við fundið fyrir töluverðum áhuga á ferðum til að hvetja stelpurnar okkar á  EM kvenna í knattspyrnu sem fram fer á Englandi í júlí.“

Nánari upplýsingar um flugáætlun Icelandair er að finna hér.

 

Discussion about this post

  • Kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti karlmanns á sextugsaldri

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Óánægð með rannsókn á eignatengslum í sjávarútvegi

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • 84 milljónir eða 215 milljónir – ,,Ekkert annað en opinber glæpastarfsemi“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Stærsti skjálftinn var 3,25 – Fimmtíu skjálftar hafa mælst

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Verð í Fríhöfninni – Allt að 43% dýrari á leiðinni heim

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?