Í hádeginu í dag, 24. maí hófst jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg, um 10 km V af Eldey. Stærsti skjálftinn var nú kl 14:21 og var hann 5,1 að stærð. Skjálftinn fannst vel á SV-horninu. Jarðskjálftavirkni er algeng á svæðinu. – Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 24. maí 15:39
Jarðskjálftayfirlit
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í yfirliti sem birt er mánaðarlega á vefnum (frá september 2024). Náttúruvársérfræðingur skrifar yfirlitið sem birt er í annari viku hvers mánaðar. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.
Mánaðaryfirlit maí 2025
Í apríl mánuði 2025 mældust 13561 skjálftar á landinu, þar af eru 4489 skjálftar yfirfarnir. Langflestir skjálftar í mánuðinum mældust á Reykjanesskaga eða 10881 skjálftar. Stærsti skjálftinn mældist 5,3 staðsettur úti fyrir Reykjanestá 1. apríl, og varð hans vart víða um SV-hornið. Kvikuhlaup og eldgos varð í Sundhnúksgígaröðinni 1. apríl en þann sólarhring mældust 2419 skjálftar á landinu. Mikil skjálftavirkni fylgdi myndun nýs kvikugangs og hélt sú virkni áfram allan mánuðinn.
Óróahviða mældist í Torfajökli að kvöldi 6. apríl sem sást á mælum á öllu miðhálendinu og stóð yfir í 2 tíma. Talsverð smáskjálftavirkni hefur verið í Torfajökulsöskjunni í apríl í kjölfar hviðunnar.