Helstu verkefni dagsins hjá lögreglu hafa verið eftirfarandi:
-
Ökumaður bifreiðar handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Laus að blóðsýnatöku lokinni
-
Aðili handtekinn fyrir að veitast að og slá lögreglumann í andlitið. Aðilinn vistaður í fangaklefa vegna þessa.
-
Dyraverðir óskuðu aðstoðar í miðbænum vegna aðila sem var með óspektir inni á skemmtistaðnum. Aðilinn handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Aðilinn látinn laus eftir samtal á lögreglustöð en verður kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt.
-
Aðili handtekinn eftir sérstaklega hættulega líkamsárás á skemmtistað í miðbænum. Brotaþoli fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús og liggur þungt haldinn á spítala er þetta er ritað.
-
Lögreglustöð 2
-
Ökumaður bifreiðar handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá reyndist hann einnig sviptur ökuréttindum. Laus að blóðsýnatöku lokinni
-
Ökumaður kærður fyrir að aka bifreið sviptur ökuréttindum.
Umræða