RÚSSNESK ÁRÁS Á MOGGANN …
Þetta er afar alvarleg árás á mitt gamla, góða & ástkæra Morgunblað. Það ber að fordæma. Ef marka má mbl.is þá stendur rússnesk mafía á bak við árásina. Spurningin er hvort rússnesk yfirvöld séu að baki. Ég hef ekkert fyrir mér í því en spurningin vaknar.
Ísland hefur gengið langt í að ögra Rússlandi og eitt Natoríkja skellti sendiráði sínu í Moskvu í lás og hefur fórnað líklega meiri viðskiptahagsmunum en flest Natoríki. Nato með hinn seníla Biden sem leiðtoga hefur gefið Úkraínu leyfi til eldflaugaárása á Rússland. Árásir inn í Rússland hafa verið gerðar og eldflaugarásir, einkum Belgorod 25 kílómetra frá landamærum Úkraínu, svo og hryðjuverkið í Moskvu í vor.
Það er stigmögnun stríðsins og Nato er með 300 þúsund manna her í viðbragðsstöðu. Ísland er tvímælalaust framarlega á lista skotmarka. Ísland er í stríði við Rússland og hefur boðað 25 milljarða króna til vopnakaupa Úkraínu. Ísland er skotmark…
www.mbl.is
Umræða