Gylfi Viðar Ægisson, einn afkastamesti tónlistarmaður og lagahöfundur Íslandssögunnar, er látinn 78 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Selfossi
Selma Hrönn Maríudóttir, dóttir Gylfa, greinir frá þessu á samfélagsmiðlum.
Gylfi fæddist þann 10. nóvember 1946. Hann ólst upp á Siglufirði á tímum Síldarævintýrisins og stundaði sjómennsku ungur að árum.
„Sjór og söngur heilluðu hann þegar hann óx úr grasi og varð rumur hinn mesti, rammur að afli og háskalegur útlits. En innra með honum bærðist rómantískt hjarta og ljúf sál. Snemma fékk hann útrás, á einmanalegum stundum úti á hafi, við að setja saman lög og texta,“ skrifaði Þorsteinn Eggertsson á textablað plötunnar Meira Salt um Gylfa. Fjallað er ítarlega um ævi og störf Gylfa á Vísi.is