Helstu atriði úr dagbók lögreglu frá klukkan 17:00-05:00. Þegar þetta er ritað eru þrír aðilar í fangageymslu.
Lögreglustöð 1
– Tilkynnt um tvo aðila til vandræða á bar í hverfi 101. Lögregla gaf sig á tal við þá og þeir lofuðu að vera til friðs.
– Tilkynnt um óvelkominn aðila á hóteli í hverfi 105. Honum var vísað á brott.
– Tilkynnt um sofandi aðila á sameign í hverfi 101. Hann vakinn af lögreglumönnum og í kjölfarið vísað á brott án vandræða.
– Ökumaður stöðvaður í hverfi 104 vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð til blóðsýnatöku. Að því loknu var hann frjáls ferða sinna.
– Ökumaður stöðvaður þar sem hann ók á 108 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Ökumaður reyndist einnig án gildra ökuréttinda. Afgreitt með vettvangsskýrslu.
Lögreglustöð 2
– Ökumaður stöðvaður í hverfi 221 vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð til blóðsýnatöku. Að því loknu var hann frjáls ferða sinna.
Lögreglustöð 3
– Ökumaður stöðvaður við almennt umferðareftirlit í hverfi 200. Ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum lyfja. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð til blóðsýnatöku. Að því loknu var hann frjáls ferða sinna.
– Tilkynnt um ölvaðan aðila í hverfi 201 en sá hafði dottið utandyra að sögn tilkynnanda. Lögregla fór á vettvang en þá var aðilinn staðinn upp og gat gengið sína leið sjálfur.
Lögreglustöð 4
– Tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 270 en þar hafði gámur farið á hliðina á miðjum vegi. Lögregluskýrsla rituð vegna ófullnægjandi frágangs á farmi.
– Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 113. Einn ökumaður handtekinn á vettvangi vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð til blóðsýnatöku. Að því loknu var hann vistaður í fangaklefa þangað til hægt verður að taka af honum skýrslu vegna málsins.