0.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

131 milljóna lottópottur gekk út í kvöld

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 
Lottó potturinn var hvorki meira né minna en áttfaldur í útdrætti kvöldsins. Fimm miðahafar voru með 1. vinning og skipta með sér rúmlega 131 milljón. Miðarnir voru keyptir á lottó.is, í Hagkaup Furuvöllum, Happahúsinu Kringlunni, Hjá Jóhönnu á Tálknafirði og sá fimmti er í áskrift að Lottó. Hver vinningshafi fær rúmlega 26 milljónir í sinn hlut. Þá voru 16 miðahafar með bónusvinninginn og fá tæplega 87 þúsund krónur hver.
Tveir heppnir miðahafar voru með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker og fá 2 milljónir hvor. Miðarnir voru keyptir í Happahúsinu Kringlunni og Skálanum á Strandgötu. Þrettán miðahafar voru með 2. vinning og fá 100 þúsund krónur i sinn hlut.
Sölustaðir bónusvinninga kvöldsins: Skalli Hraunbæ, N1 Gagnvegi, Ak-inn, Skeifan Söluturn í Grindavík, Olís Gullinbrú, N1 í Reykjanesbæ, Olís Norðlingaholti, N1 Höfn, Snæland Núpalind, Bláfell á Sauðárkróki og fimm miðar voru keyptir Hjá Jóhönnu Tálknafirði.
Sölustaðir 2. vinnings í Jóker: Þrír miðar voru keyptir á lotto.is og þrír voru í áskrift, einn miði var keyptur í Kjörbúðinni Reykjahlíð, Lottó appinu, Plúsmarkaðnum Hátúni, Skeifunni Söluturn í Grindavík, N1 Húsavík, Iceland Vesturbergi og N1 Borgarnesi.