-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Eftirför á rúmlega 200 km. hraða

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu brást við aðstoðarbeiðni rétt fyrir hádegi í dag en Lögreglan á Vesturlandi hafði veitt bifreið athygli sem var ekið á miklum hraða við Hvalfjarðargöng í átt að borginni.
Ökumaður virti ekki ítrekuð stöðvunarmerki lögreglu og var talinn valda mikilli hættu, enda var bifreiðin mæld á rúmlega 200 km/klst hraða þegar mest var. Lögð var naglamotta í veg fyrir bifreiðina og var hún loks stöðvuð í Mosfellsbæ. Þar veittist ökumaðurinn að lögreglumönnum og var handtekinn. Málið er í rannsókn og ekki hægt að veita frekari upplýsingar um það að svo stöddu.