Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er undir 25 prósentum samkvæmt könnun Maskínu
Miðflokkurinn er orðinn stærri en Sjálfstæðisflokkurinn og mælist nú marktækur munur á milli flokkanna. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis birti.
Þar kemur fram að Miðflokkurinn mælist með sautján prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn dalar lítillega frá síðustu könnun og er með 13,4 prósent.
Samfylkingin er enn stærst með 25 prósent samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn er með 7,6 prósent og Vmg ælist með 3,7 prósent og næðu því ekki á þing.
Píratar eru með 8,5 prósent og Viðreisn mælist með 11,3 prósent og hækkar lítillega frá síðustu könnun. Þá bætir Flokkurin fólksins nokkuð við fylgi sitt og mælist nú 8,8 prósent.
Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er 24,7 prósent.