Félag atvinnurekenda leggst eindregið gegn afnámi heimildar Samkeppniseftirlitsins (SE) til að bera ákvarðanir áfrýjunarnefndar samkeppnismála (ÁNS) undir dómstóla. Þetta kemur fram í umsögn FA um drög að frumvarpi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra til breytinga á samkeppnislögum, en þar er að finna tillögu um afnám þessarar heimildar SE.
Í umsögn FA segir að með slíkri lagabreytingu væri verið að „veikja stöðu Samkeppniseftirlitsins, í þágu fyrirtækja sem hafa brotið eða vilja brjóta samkeppnislög en slík brot eru skaðleg bæði neytendum og smærri og meðalstórum fyrirtækjum. Með því að samþykkja umrædda breytingu væri Alþingi að ganga erinda stórfyrirtækja sem vilja komast hjá réttmætum afleiðingum samkeppnislagabrota sinna og viðhalda háttsemi sem skaðar allan almenning. Þannig tæki þingið sér stöðu gegn almenningi í landinu, sem og gegn smærri og meðalstórum fyrirtækjum sem hvað mesta hagsmuni eiga af því að farið sé að ákvæðum samkeppnislaga.“
Í umsögninni er rakið hvernig kærumál séu rekin gagnvart samkeppnisyfirvöldum: „Í dag er staðan sú að niðurstöður SE eru kæranlegar til ÁNS. Aðild þriðja aðila, t.d. kæranda, að þessum málum er takmörkuð á þessum stigum. Fyrir ÁNS eiga aðild sá aðili sem ákvörðun beinist gegn og svo SE sem tók umrædda ákvörðun, en ekki kvartandi/kærandi eða neytendur. Niðurstöðu ÁNS, hver svo sem hún er, má bera undir dómstóla. Alla jafna geta aðeins þeir aðilar sem hafa beina og lögvarða hagsmuni af þeirri niðurstöðu borið úrskurði undir dómstóla. Þeir aðilar sem ekki hafa slíka hagsmuni geta ekki átt slíka aðild og yrði málum, sem höfðuð væru af slíkum aðilum fyrirsjáanlega vísað frá dómi. Slíkir aðilar væru í mörgum tilfellum keppinautar hins brotlega sem og samtök neytenda og aðrir sem gæta réttar þolenda brotanna, sem ekki gætu borið réttmæti niðurstöðu nefndarinnar undir dómstóla. Hin brotlegu fyrirtæki geta hins vegar borið niðurstöður ÁNS undir dómstóla, séu þær þeim ekki að skapi.“
Heimildin tryggir hagsmuni fyrirtækja og neytenda
Færð eru rök fyrir því í umsögn FA að íslenskt réttarfar hafi ákveðna sérstöðu að þessu leyti; dómaframkvæmd hafi takmarkað aðild og aðgengi að dómstólum verulega umfram það sem leiða megi beint af texta laga um meðferð einkamála. „Sérstakt lagaákvæði um aðild Samkeppniseftirlitsins að dómsmálum til ógildingar á niðurstöðum ÁNS vinnur gegn þessum meinbugi og tryggir þar með hagsmuni fyrirtækja, neytenda og alls almennings,“ segir í umsögninni.
Þar segir ennfremur: „Tilgangur frumvarpsdraganna hvað varðar aðgengi að dómstólum er augljós. Verið er að nota framangreindan réttarfarsannmarka til þess að búa til skálkaskjól fyrir þá aðila sem brjóta samkeppnislög en koma sér hjá afleiðingum gjörða sinna fyrir ÁNS. Sé slíkur aðili svo „lánsamur“ að fá ranga niðurstöðu ÁNS um sakleysi sitt mun sú niðurstaða verða endanleg fyrir þann aðila þar sem íslenskar réttarfarsreglur stæðu í vegi þess að aðrir gætu borið hina röngu niðurstöðu undir dómstóla. Enn verri er sú staðreynd að hin ranga niðurstaða ÁNS yrði í framhaldi fordæmisgefandi í sambærilegum málum og því gildandi réttur á viðkomandi sviði. Það þýddi í raun að borgararnir þyrftu að búa við viðvarandi órétt sökum þess að rangri niðurstöðu ÁNS væri ekki hægt að hnekkja. Hér er um að ræða draumaland þeirra sem kjósa að brjóta samkeppnislög og hafa ábata af slíkum brotum. Að sama skapi er þetta martröð þeirra sem trúa á virka samkeppni, heilbrigða viðskiptahætti og eðlilegt og virkt réttarríki þar sem óréttur fær ekki óhindraða framgöngu.“
Umsögn FA um frumvarpsdrögin
Í umsögn FA segir að með slíkri lagabreytingu væri verið að „veikja stöðu Samkeppniseftirlitsins, í þágu fyrirtækja sem hafa brotið eða vilja brjóta samkeppnislög en slík brot eru skaðleg bæði neytendum og smærri og meðalstórum fyrirtækjum. Með því að samþykkja umrædda breytingu væri Alþingi að ganga erinda stórfyrirtækja sem vilja komast hjá réttmætum afleiðingum samkeppnislagabrota sinna og viðhalda háttsemi sem skaðar allan almenning. Þannig tæki þingið sér stöðu gegn almenningi í landinu, sem og gegn smærri og meðalstórum fyrirtækjum sem hvað mesta hagsmuni eiga af því að farið sé að ákvæðum samkeppnislaga.“
Í umsögninni er rakið hvernig kærumál séu rekin gagnvart samkeppnisyfirvöldum: „Í dag er staðan sú að niðurstöður SE eru kæranlegar til ÁNS. Aðild þriðja aðila, t.d. kæranda, að þessum málum er takmörkuð á þessum stigum. Fyrir ÁNS eiga aðild sá aðili sem ákvörðun beinist gegn og svo SE sem tók umrædda ákvörðun, en ekki kvartandi/kærandi eða neytendur. Niðurstöðu ÁNS, hver svo sem hún er, má bera undir dómstóla. Alla jafna geta aðeins þeir aðilar sem hafa beina og lögvarða hagsmuni af þeirri niðurstöðu borið úrskurði undir dómstóla. Þeir aðilar sem ekki hafa slíka hagsmuni geta ekki átt slíka aðild og yrði málum, sem höfðuð væru af slíkum aðilum fyrirsjáanlega vísað frá dómi. Slíkir aðilar væru í mörgum tilfellum keppinautar hins brotlega sem og samtök neytenda og aðrir sem gæta réttar þolenda brotanna, sem ekki gætu borið réttmæti niðurstöðu nefndarinnar undir dómstóla. Hin brotlegu fyrirtæki geta hins vegar borið niðurstöður ÁNS undir dómstóla, séu þær þeim ekki að skapi.“
Heimildin tryggir hagsmuni fyrirtækja og neytenda
Færð eru rök fyrir því í umsögn FA að íslenskt réttarfar hafi ákveðna sérstöðu að þessu leyti; dómaframkvæmd hafi takmarkað aðild og aðgengi að dómstólum verulega umfram það sem leiða megi beint af texta laga um meðferð einkamála. „Sérstakt lagaákvæði um aðild Samkeppniseftirlitsins að dómsmálum til ógildingar á niðurstöðum ÁNS vinnur gegn þessum meinbugi og tryggir þar með hagsmuni fyrirtækja, neytenda og alls almennings,“ segir í umsögninni.
Þar segir ennfremur: „Tilgangur frumvarpsdraganna hvað varðar aðgengi að dómstólum er augljós. Verið er að nota framangreindan réttarfarsannmarka til þess að búa til skálkaskjól fyrir þá aðila sem brjóta samkeppnislög en koma sér hjá afleiðingum gjörða sinna fyrir ÁNS. Sé slíkur aðili svo „lánsamur“ að fá ranga niðurstöðu ÁNS um sakleysi sitt mun sú niðurstaða verða endanleg fyrir þann aðila þar sem íslenskar réttarfarsreglur stæðu í vegi þess að aðrir gætu borið hina röngu niðurstöðu undir dómstóla. Enn verri er sú staðreynd að hin ranga niðurstaða ÁNS yrði í framhaldi fordæmisgefandi í sambærilegum málum og því gildandi réttur á viðkomandi sviði. Það þýddi í raun að borgararnir þyrftu að búa við viðvarandi órétt sökum þess að rangri niðurstöðu ÁNS væri ekki hægt að hnekkja. Hér er um að ræða draumaland þeirra sem kjósa að brjóta samkeppnislög og hafa ábata af slíkum brotum. Að sama skapi er þetta martröð þeirra sem trúa á virka samkeppni, heilbrigða viðskiptahætti og eðlilegt og virkt réttarríki þar sem óréttur fær ekki óhindraða framgöngu.“
Umsögn FA um frumvarpsdrögin
Umræða