-0.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Sigmundur Davíð sagði Íslandsbanka geta sýnt samfélagslega ábyrgð með því að lækka vexti

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 

Bankinn hyggist refsa fjárhagslega þeim fjölmiðlum sem ekki fylgi stefnu bankans

Formaður Miðflokksins spurði fjármálaráðherra á þingi hvort honum þætti þau áform Íslandsbanka eðlileg að ætla að hætta viðskiptum við þá fjölmiðla sem ekki standast tiltekin skilyrði um kynjahlutföll á þáttagerðarmönnum og viðmælendum. Fjármálaráðherra segir að bankar í eigu ríkisins eigi að starfa í samræmi við eigendastefnu ríkisins. Rúv fjallaði um málið í hádegisfréttum. Þar kemur fram að Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, fjallaði meðal annars um þetta í pistli sem hún birti á Vísi í vikunni.
,,Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði fjármálaráðherra út í viðhorf hans til þessara áforma sem hann taldi fyrst hafa verið markaðsbrellu eða aprílgabb í október. „Ríkisbankinn Íslandsbanki hyggst nú hlutast til um dagskrá fjölmiðla og mannaráðningar á fjölmiðlum og beita í því skyni fjármagni sínu, sem eðli máls samkvæmt er í raun ríkisfé og fjármagn viðskiptavina bankans.“
Sigmundur sagði alla hljóta að vera sammála um að mikilvægt væri að gæta jafnréttis á fjölmiðlum eins og öðrum vinnustöðum. „En er það eðlilegt að banki, ríkisbanki, nýti afl sitt í þvingunarskyni, fari í vegferð, eins og það er kallað af hálfu bankans.“ Bankinn hyggist refsa fjárhagslega þeim fjölmiðlum sem ekki fylgi stefnu bankans. Fjallað eru um málið á Vísi í dag. „Er ekki sérstaklega óhugnanlegt þegar það beinist að fjölmiðlum og banki hyggst hlutast til um það hvernig fjölmiðlar séu reknir.“
Sigmundur sagði Íslandsbankann frekar geta sýnt samfélagslega ábyrgð með því að lækka vexti, til dæmis á 400-500 gjaldskrárliðum sem bankinn birti á heimasíðu sinni.
Bjarni svaraði að fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins beri að starfa í samræmi við eigendastefnu ríkisins. Áherslur bankans komi honum spánskt fyrir sjónir. „Maður veltir því fyrir sér ef bankinn vill leggja áherslu á jafnræði, jafnrétti og grænar lausnir í sinni starfsemi, hvar bankinn hyggst draga mörkin í því.“
Hann telur tvískinnung í því að hyggjast einungis gera þetta að aðalatriði í stefnunni á útgjaldahlið bankans en ekki tekjuhliðinni.
Bjarni segist aðeins aðeins hafa upplýsingar um málið úr fréttum og miðað við þær eigi að hvetja til þess að jafnréttismál séu höfð ofarlega á baugi. „Það er út af fyrir sig gott og blessað, en það eru takmörk fyrir því hversu langt menn geta siglt frá þeim áherslum sem birtast í eigendastefnu ríkisins,“ segir Bjarni. Eigendastefna ríkisins sé til endurskoðunar.“ Segir í fréttum Rúv af málinu.
https://www.facebook.com/midflokkur/videos/401353610771290/