Uppfært: Ólafur Lárusson er fundinn heill á húfi. Þökkum fyrir veitta aðstoð.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ólafi Lárussyni 44. ára. Ólafur er 182 cm á hæð, grannur og með rautt stutt hár, klæddur í hvíta loðfóðraða hettupeysu, brúnar buxur og svarta skó.
Ólafur fór frá Rangarseli í gærkvöldi. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ólafs, sem er flogaveikur, eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í s. 112.
Íbúar í Seljahverfi og nágrenni eru beðnir um að leita í nær umhverfi sínu (s.s. garðar, ruslageymslur, stigagangar o.frv.).
Umræða