Sjónvarpsstöðin Al Jazerra mun sýna þarlendu útgáfuna af Kveik í sjónvarpi þann fyrsta desember, sem tugir milljóna manna munu fylgjast með. Umfangsmesta rannsókn sem hefur farið fram í Namibíu er nú þegar hafin í stærsta spillingarmáli sem upp hefur komið í landinu í hinu svokallaða Samherjamáli.
Handtökur og handtökuskipanir eru nú þegar í vinnslu og samkvæmt því sem kemur fram í fjölmiðlum í Namibíu er þjóðin mjög reið íslendingum vegna Samherjamálsins og má reikna með að reiðin verði enn meiri eftir að þjóðin hefur fengið að sjá þáttinn. Og orðspor íslensku þjóðarinnar sem þegar er á lista yfir spillt land gagnvart peningaþvætti ofl. mun enn falla dýpra, alþjóðlega. Viðbrögð ríkisstjórnarinnnar hefur vakið furðu um alla veröld nú þegar sem og innanlands og þjóðin mætti á Austurvöll s.l. helgi og mótmælti og má reikna með áframhaldandi mótmælum næstu vikur eða mánuði.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/11/23/namibia-er-ad-taka-rikisstjorn-islands-i-nefid/