Það er alltaf í nógu að snúast hjá lögreglunni, eftirfarandi eru helstu mál næturinnar. Listinn er alls ekki tæmandi.
00:19 Lögregla kölluð til vegna menntaskólaballs þar sem nemandi skólans hafði drukkið áfengi, átti í erfiðleikum með að stjórna tilfinningum sínum og var með ógnandi tilburði. Forráðamaður nemandans kom og sótti hann án frekari afskipta lögreglu.
01:08 Eigandi fyrirtækis tilkynnir um yfirstandandi innbrot í húsnæði fyrirtækis hans. Þegar lögregla kemur á staðinn er búið að brjótast inn en ekki er að sjá að neinu hafi verið stolið. Málið er í rannsókn
01:37 Lögregla var við eftirlit og ók fram á mann sem var mjög æstur að berja í bifreiðar og klifra á þeim. Manninum tókst að skemma tvær bifreiðar áður en hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa þangað til að hann væri í ástandi til að hægt væri að ræða við hann.