Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Bakú er lokið. 11 daga ráðstefnu, þar sem eflaust mikið hefur verið um dýrðir meðal þátttakenda. Niðurstaðan? Ríkari löndin ætla að þrefalda afborgun af loftslags „skuldinni“ til þróunarlanda, frá núverandi 100 milljörðum dollurum á ári upp í 300 milljarða dollara á ári í síðasta lagi árið 2035. Eftir það á að hækka „afborganir af loftslagsskuldinni“ upp í 1.300 milljarða dollara á ári eins og Þjóðólfur fjallaði um í gær.
Hver hefur gefið ráðamönnum þeirra þjóða sem sendu fulltrúa á þetta kröfuþing leyfi til að binda þjóðir sínar með slíkum peningaútlátum? Frá tæplega 13 fjárlögum íslenska ríkisins 2024 upp í samtals 37 fjárlög íslenska ríkisins í árlegar greiðslur ár 2035.
Eftir það á að hækka greiðsluna upp í 135 fjárlög íslenska ríkisins árlega! 1.300 milljarða dollara á hverju ári! Hver er hlutur Íslands í þessu brjálæði? Það mætti halda að þeir sem sækja 10 daga áróðursfundi Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum skilji höfuðin eftir heima, því aðra eins þvælu er hvergi að finna nema að farið sé aftur til menningarbyltingar Maó Tse Tung í Kína.
Hér er verið að fremja rán á fjárlögum vestrænna ríkja um hábjartan dag og það kallað „afborgun af loftslagsskuld“ ríkra þjóða. Hafa íslenskir ráðamenn samþykkt hver „skuld“ Íslands er samkvæmt þessum útreikningum loftslagsskúrkanna í SÞ? Á að dylja fyrir íslenskum skattgreiðendum hvaða upphæðum fulltrúar íslenska ríkisins eru að ráðstafa erlendis úr ríkissjóði landsmanna?
Sameinuðu þjóðirnar egna jarðarbúum gegn hverjum öðrum
Þegar litið er á kröfuspjöld loftslagsþingsins kemur hið sanna í ljós. Á stóru spjaldi í stíl kínversku menningarbyltingarinnar segir:
„Ríkisstjórnir norðurhluta heims: Þið skuldið okkur! Trilljónir dollara á ári í loftslagsfjármögnun!“
Verið er að egna lönd suðurhluta heims til að rísa upp gegn löndum norðurhlutans. „Rísið upp!“ segir á sumum skiltum. Allt er þetta afar ógeðfelldur en vel skipulagður áróður, þar sem verið er að innprenta í jarðarbúa „á suðurhveli“ að jarðarbúar „á norðurhveli“ hafi brotið eitthvað af sér og skuldi suðurhlutanum. Ef loftslagið er tekið úr dæminu,
þá sést að hér er gömul þróunaraðstoð á nýjum belgjum. Greinilega er spillingin orðin það mikil að grátkórinn dugði ekki lengur og skálduð er hótun um heimsendi vegna loftslagsbreytinga af manna völdum til að mjólka meira fé til sín. Og það tekst bærilega vel.
Íslenskir grænjaxlar vilja vera með
Frekjutónninn er sá sami og hjá kommúnistum Leníns, Stalíns og Maó Tse Tung. Hlutverk Sameinuðu þjóðanna er að leiða þessa menningarbyltingu í hinum vestræna heimi. Fyrir utan heimsendi af manna völdum er verið að innprenta kynjarugling, barnaníð, pödduát og byrjað með morðsprautum um alla heimsbyggð. Sameinuðu þjóðirnar vinna með World Economic Forum að því að skanna augu og fingraför allra jarðarbúa fyrir stafrænt eftirlit alræðisstjórnar heims og almenningi tilkynnt að hann eigi ekki að eiga neitt og bara brosa og vera hamingjusamur.
Öll gagnrýni verður ritskoðuð og viðkomandi hnepptir í fangelsi fyrir hatursglæp. Það er engu líkar en að sjálfur Myrkrahöfðinginn gangi laus og haldi stærstu vítisveislu nútímans og hafi ráðið Guterres og Schwab til að kasta fólki inn um galopið heljarhliðið. Og íslenskir stjórnmálamenn vilja alls ekki missa af því að fljóta með!
Tilkynning COP29 að loknum fundi
Hér að neðan má lesa tilkynningu á heimasíðu COP29 og lesendur geta sjálfir séð um hvað er að ræða:
„COP29 loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkir að þrefalda fjármögnun til þróunarlanda, vernda líf og lífsviðurværi.
Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP29) lauk í dag með nýju fjárhagslegu markmiði um að hjálpa löndum að vernda íbúa sína og hagkerfi gegn loftslagshamförum og taka þátt í miklum ávinningi af uppsveiflu hreinnar orku. Nærri 200 lönd komu saman á COP29 í Baku, Aserbaídsjan og náðu tímamótasamningi með miðlægri áherslu á loftslagsfjármál sem mun:
- Þrefalda fjármögnun til þróunarlanda frá fyrra markmiði, 100 milljarða Bandaríkjadala árlega, í 300 milljarða Bandaríkjadala árlega árið 2035.
- Tryggja viðleitni allra aðila til að vinna saman að því að auka fjármál til þróunarlanda frá opinberum aðilum og einkaaðilum upp í 1,3 billjónir Bandaríkjadala á ári fyrir árið 2035.“
Lesa má blaðatillkynningu COP29 í heild sinni hér.
Nánar má lesa um ákvarðanir sem teknar voru á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Baku hér.