Öldum saman vorum við Íslendingar undir oki erlendra herra er þvinguðu meðal annars upp á okkur einokunarverslun. Á þeim tíma gátu bændur er bjuggu við sjávarsíðu ekki sótt sjóinn. Allt samfélagið var njörvað niður eftir tilskipunum hina erlendu herra.
Nú er það draumur ýmissa lukkuriddara að festa hér allt efnahagslífið í mynt sem slegin er í Brussel. Við
loðnubrest og aðra óáran getum við ekki fremur en bændur forðum sótt styrk í eign barm.
Hin ósveigjanlega ofurmynt er heldur vöku fyrir mörgum lukkuriddaranum verður ekki á okkar valdi heldur hinna erlendu herra í ofurbankanum evrópska. Ómögulegt verður að aðlaga ofurmyntina að hinni raunverulegu stöðu efnahagslífs örþjóðarinnar á hverjum tími.
Aukið atvinnuleysi kann að vera lausnin á hverjum tíma. En hvernig hefur nú ofumyntin Evran staðið sig í þau tuttugu og fimm ár sem hún hefur verið við lýði? Einn af helstu páfum ofurmyntarinnar Mario Draghi fyrrverandi bankastjóri Evrópska seðlabankans skilaði nýlega skýrslu þar sem hann greindi gildistíma evrunnar.
Niðurstaða skýrslunnar er að hlutfallsleg samkeppnisstaða Evrópu hefur versnað stórlega síðustu 25 árin. Evran var einmitt kynnt til leiks fyrir 25 árum og gat ekki hinn fyrrverandi bankastjóri neitað þeirri staðreynd.
Hin ósveiganlega ofurmynt hefur ekki bara veikt samkeppnisstöðu Evrulandanna heldur hefur hún leitt til
mikils atvinnuleysis meðal ungs fólks er flýr gjarnan á önnur mið.
Árið 2023 var atvinnuleysi 12,7% á Ítalíu, 11,6% í Grikklandi, 10,5% í Frakklandi og 9,9% á Spáni.
Lukkuriddarar Evrulestarinnar minnast sjaldan á þessa staðreynd. Langtímaatvinnuleysi er böl sem lamar
einstakling og fjölskyldur. Lukkuriddararnir hafa sennilega engar áhyggjur af slíku því við sjónarrönd bíða feit embætti í Brussel. Já og ég gleymdi að geta þess á árið 2023 var atvinnuleysi á Íslandi 3,8%.
Virðingarfyllst, Guðmundur Jónsson