Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir að það verði að vera forgangsverkefni að sameina börnin með foreldrum sínum og koma þeim aftur í öruggt skjól í heimalandinu Úkraínu.
Rússneski herinn beitir grófu tálmunarofbeldi og heilaþvætti gegn börnum
Fjöldi þeirra barna sem hafa verið brottnumin í Úkraínu frá því að innrásarstríð Rússa hófst fyrir tæpum 4 árum hleypur á tugum þúsunda. Stjórnvöld í Úkraínu áætla að þau séu um 20 þúsund en Yale-háskóli í Bandaríkjunum telur að 35 þúsund börn hafi verið brottnumin og þau sé að finna á fleiri en 200 stöðum í Rússlandi. Einungis 1800 börn hafa náðst til baka. Að því er kemur fram í ítarlegri frétt ríkisútvarpsins og þar segir jafnframt:
Þórdís segir að þeim mun yngri sem börnin eru því minni líkur séu til að þau muni ekki eftir því að þau séu úkraínsk. „Þau eru sett í búðir þar sem verið er að endurmennta þau. Þeim er meinað að tala úkraínsku og þau eru þvinguð til þess að tala rússnesku. Þeim er sagt að foreldrar þeirra séu ekki til eða að foreldrar þeirra elski þau ekki. Það sé ekki neinn í Úkraínu sem sé að bíða eftir þeim. Úkraína sé ekki raunverulegt land og verði það ekki og þar af leiðandi séu þau nú rússnesk.- „Allar venjulegar manneskjur skilja hversu ótrúlega rangt þetta er. Að stela annarra manna börnum, heilaþvo þau“

