Björgunarsveitir af Suðurlandi, ásamt lögreglu hófu á ný í morgun kl 9 leit að konu sem saknað er síðan á föstudag 20. desember s.l.
Leitað var fram á kvöld í gærkvöld og ákveðið að leita áfram í dag. Leitarsvæðið er strandlengjan frá Þorlákshöfn að Skaftá, en talið er að konan hafi fallið í sjóinn við Dyrhólaey á föstudag.
Leitað verður í dag fram til kl 15 og mun þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoða við leitina.
Umræða