Í frétt á fréttamiðli á Pattaya, á Thailandi. Er greint frá því að Íslendingur, 71. árs karlmaður sem dvaldi á gistiheimili í Pattaya, hafi verið með með rotnandi lík í herberginu í meira en þrjá daga. Maðurinn sagðist ekki hafa áttað sig á því að konan sem var 45 árs, og dvaldi í sama herbergi, væri látin.
Klukkan 11:30 þann 22. desember barst lögreglunni í Pattaya tilkynning um lík konu sem fannst í herbergi á fimmtu hæð gistiheimilis í Soi Somprasong Plaza á Jomtien Beach Road, Pattaya. Mikill óþefur var af líkinu þar sem það var byrjað að rotna í hitanum. Lögreglan hélt strax á vettvang með réttarlæknum, lækni frá Banglamung sjúkrahúsinu og björgunarsveitarmönnum.
Atvikið átti sér stað í fimm hæða byggingu sem breytt hafði verið í dag- og mánaðarleiguherbergi. Inni í herberginu fundu lögreglumenn lík Duangta Khampongsom, 45 ára taílenskrar konu frá Sisaket héraði. Hún lá á rúminu, nakin að ofan og aðeins í gallabuxum. Líkið hafði legið í herberginu í að minnsta kosti þrjá daga. Það bar með sér greinileg merki um rotnun og mjög vonda lykt, að sögn yfirvalda. Hins vegar fundust engin merki um átök eða þjófnað í herberginu.
Prayun sem er 57 ára gamall gistihússstjóri, sagðist hafa tekið eftir vondri lykt sem kom frá herberginu. Eftir að hafa bankað á hurðina án þess að hafa fengið svar, notaði hann aukalykil til að opna og fann rotnandi lík konunnar.
Herbergið var leigt af 71 árs Íslenskum manni að sögn fjölmiðils í Pattaya, sem lögreglan bar aðeins kennsl á sem herra X, en hann var ekki viðstaddur á þeim tíma. Hann var að sögn félagi hins látna. Misjafnar fréttir hafa borist frá björgunarsveitarmönnum og lögreglumönnum um þjóðerni mannsins, þar sem sumir segja að hann sé írskur, sumir segja Ísland og sumir halda því fram að hann hafi bakgrunn frá báðum.
Lögreglan fann manninn á Jomtien Beach, nálægt vettvangi. Hann virtist ráðvilltur og gaf misvísandi frásagnir. Hann hélt því fram að hin látna væri barstarfsmaður sem hann hefði boðið í herbergi sitt þann 18. desember. Hún á að hafa sagt honum að hún hefði orðið fyrir líkamsárás og væri veik.
Maðurinn sagði að konan hefði kastaði upp og hefði sofið mestan tímann. Síðasta samtal hans við hana var 19. desember og hann hafi gert ráð fyrir að hún hvíldi sig í rúminu allan tímann, í meira en þrjá daga. Maðurinn neitaði að hafa skaðað hina látnu og sagðist ekki hafa áttað sig á því að hún væri látin. Hann sagðist einnig ekki hafa tekið eftir neinni lykt frá rotnandi líki. Lögreglan er hins vegar enn efins um fullyrðinguna um að maðurinn hafi ekki tekið eftir dauða hennar í meira en þrjá daga þrátt fyrir að hafa dvalið í sama litla herberginu.
Upphaflega gátu niðurstöður krufningar frá Banglamung sjúkrahúsinu ekki skorið úr um dánarorsök Duangta, þó að staðfest hafi verið að hún hefði verið látin í meira en þrjá daga.
Maðurinn var fluttur á lögreglustöð á staðnum til frekari yfirheyrslu og DNA-sýnatöku. Réttarlæknar eru einnig að skoða vettvanginn og safna fingraförum. Lögreglan sagðist ekki útiloka neina möguleika og rannsakar það frekar. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum frá gistiheimilinu sýndu manninn hegða sér eðlilega klukkan 9:58 þann 22. desember. Hann sást í stutta stund stíga út úr herberginu og fara síðan aftur inn og virtist ekki taugaóstyrkur eða áhyggjufullur.