-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Líkur eru á að þingmenn utan flokka gangi í Miðflokkinn sem yrði þá stærstur

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem voru í Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Miðflokkurinn yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu með 9 þingmenn.

Rætt var við bæði Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason í sjónvarpsfréttum Stöðvar tvö og RÚV í kvöld. Þeir segja að nú séu þeir að skoða stöðuna, en að þeir séu eins og er utan flokka. Ólafur nefndi t.d. að þeir þyrftu að meta hvernig störf þeirra á Alþingi yrðu sem árangursríkust og að það sé ekki vænlegt til árangurs að vinna utan flokka og að hendur þeirra væru bundnar við slíkar aðsæður. þeim hafi til dæmis ekki verið úthlutaður ræðutími í umræðum um stöðu mála á Alþingi s.l. mánudag.
Ef að þeir gengju til liðs við Miðflokkinn þýddi það töluverðar breytingar á stöðunni á Alþingi. Miðflokkurinn yrði þá langstærstur allra flokka í stjórnarandstöðu, með samtals níu þingmenn og tæki þar með sæti Samfylkingarinnar sem að hefur sjö þingmenn og það gæti haft áhrif á skipan nefnda ofl. á Alþingi.
Þingflokkur Flokks fólksins yrði við þessar breytingar, langminnsti þingflokkurinn á Alþingi með aðeins tvo þingmenn.

Stöð tvö fjallaði um stöðuna á Alþingi í kvöldfréttum og taflan sýnir stöðuna m.v. það ef að þingmenn Flokks Fólksins ganga til liðs við Miðflokkinn