Almenna leigufélagið hefur ákveðið að draga hækkanir á húsaleigu til baka eftir viðræður við VR
Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hafði gagnrýnt boðaðar hækkanir og hótaði að taka 4.200 milljónir lífeyrissjóðs VR, úr eignastýringu hjá Kviku banka, sem að hefur samþykkt að kaupa allt hlutafé í Gamma, sem stýrir sjóðnum sem á Almenna leigufélagið.
Almenna leigufélagið lýsir því yfir að það muni draga til baka fyrirhugaðar hækkanir húsaleigu sem áttu að koma til framkvæmda á næstu þremur mánuðum en félagið gaf leigjendum sínum sem að um ræðir, fjóra daga til að undirgangast hækkunina að öðrum kosti stóð til að rifta samningum og reka fólk úr húsnæðum félagsins.
Lengri leigusamningar verða kynntir í byrjun næsta mánaðar.
https://www.fti.is/2019/02/18/vr-tekur-4-2-milljarda-fra-kviku-banka-verdi-leiguhaekkun-ekki-afbodud-innan-fjogurra-daga/
Umræða