Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni nú rétt í þessu, þá verður Helllisheiðin lokuð til vesturs vegna malbiksviðgerða frá kl. 10-13 á morgun, miðvikudag.
Heiðin verður opin til austurs, en búast má við töfum vegna viðgerða á leiðinni. Umferð vestur til Reykjavíkur verður beint um Þrengsli.
Þá segir Vegagerðin þetta um færðina á landinu:
Vesturland
Kl. 19:14 | 26. febrúar 2019 – Greiðfært er á öllum leiðum en krapi er á Fróðárheiði.
Vestfirðir
Kl. 19:58 | 26. febrúar 2019 – Krapi er á Innstrandavegi en hálka eða hálkublettir eru á öðrum fjallvegum. Víða er greiðfært á láglendi.
Norðurland
Kl. 17:58 | 26. febrúar 2019 – Greiðfært er á flestum leiðum á láglendi en krapi er á Öxnadalsheiði, Vatnsskarði, Þverárfjalli, Skagastrandarvegi, Á Siglufjarðarvegi utan Hofsóss og á þjóðvegi 1 í austur Húnavatnssýslu.
Norðausturland
Kl. 20:00 | 26. febrúar 2019 – Greiðfært er á flestum leiðum en hálkublettir eru á Möðrudalsöræfum.
Austurland
Kl. 18:22 | 26. febrúar 2019 – Vegir eru víðast hvar auðir en víða mjög hvasst. Krapi er á Fjarðarheiði.
Suðausturland
Kl. 12:33 | 26. febrúar 2019 – Vegir eru greiðfærir en mjög hvasst og varasamt ferðaveður fyrir austan Skaftafell .
Suðurland
Kl. 13:50 | 26. febrúar 2019 – Allar leiðir eru greiðfærar.