Loftárásir Rússa hófust á ný klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Sólarhringur er liðinn síðan Rússar hófu innrás í Úkraínu og talið er að a.m.k. 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum til þessa og má reikna með að morðunum hafi fjölgað og að þeim muni fjölga enn frekar.
Skriðdreka ekið yfir fólksbíl
Brynvarnir rússneskir skriðdrekar fóru inn í Kyiv í Úkraínu í dag. Á myndskeiði sem Fréttatímanum barst, sem íbúi í Obolon sem er norður af Kyiv, tók má sjá þegar skriðdreka er ekið yfir fólksbíl. Atvikið hefur vakið mikinn óhug um allan heim þar sem fólksbíllinn og fólk kramdist saman undir beltum skriðdrekans.
Varað er við myndefninu hér að neðan
Umræða