Í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra um tvo hluti. Hvort að gera mætti ráð fyrir því að umræða um fjármálaáætlun sem fyrirhugað er í vikunni yrði ekki frestað vegna þess að forsendur áætluninnar standast ekki, vegna loðnubrests og þeirri stöðu sem uppi er í ferðaþjónustunni.
Sigmundur Davíð spurði ráðherrann einnig hvort að ríkisstjórnin sé með eitthvað plan til þess að bregðast við þeirri stöðu sem að nú er uppi er hjá flugfélaginu WOW air.
Bjarni svaraði því til að stjórnvöld þyrftu að vera á varðbergi ef það yrði einhver meiriháttar röskun vegna flugfélagsins WOW air.
Þá svaraði Bjarni síðari spurningunni þannig varðandi forsendubrest á fjármálaáætlun, að hann ætlaði sér ekki ætla að draga fjármálaáætlunina til baka. Ríkisstjórnin væri með áætlanir ef illa færi hjá flugfélaginu WOW air en að loðnubresturinn væri vonbrigði á meðan að aðrir hlutir hefðu gengið betur í þjóðfélaginu.
https://www.facebook.com/midflokkur/videos/644631125992114/