Lægsta verð á bensínlíternum í dag eru 282,70 krónur hjá Costco sem býður að vanda lægsta verðið á Íslandi í dag. Þar á eftir koma stöðvar gömlu félaganna sem eru yfirleitt í nágrenni Costco en svo hækkar verðið yfirleitt hjá þeim þegar fjarlægðin eykst frá Costco. N1 á hæsta verðið á bensíni 323,10 krónur og diesel 329,90 krónur á höfuðborgarsvæðinu.
Verðmunur á ódýrasta bensíntanknum og þeim dýrasta, miðað við 60 lítra tank hjá Costco (16.962 kr.) og N1 (19.386 kr.), eru 2.424 krónur. Sem eru um 10.000 kr. á mánuði miðað við fjórar áfyllingar og um 120.000 krónur á ári.
Á síðunni gsmbensín.is er hægt að fylgjast með verðbreytingum á bensíni og Diesel hjá öllum bensínstöðvum á Íslandi nema hjá Costco.
GSMbensín er verðkönnunarþjónusta fyrir bensín- og olíuverð. Upplýsingum um verð olíufélaganna er aflað reglulega og stöðvarnar birtar í hækkandi röð og eru verð uppfærð á nokkra mínúta fresti og verð miðast við sjálfsafgreiðslu án vildarafsláttar.