,,Við skruppum þrír félagar í skottúr í Kjósina að veiða sjóbirting“ sagði Jóhann Davíð Snorrason um veiðitúr í Laxa í Kjós.
,,Við byrjuðum á því að nota smáar púpur og tökuvara og fengum nokkra á það en skiptum svo yfir í litla streamera og fengum nokkra á það á strippi. Við náðum bara að veiða í fjóra klukkutíma en náðum samt að landa 10 og stærsti var 80 cm.
Það var mikið líf og mikið af fiski bæði í Káranesfljóti og Álabökkum. Vorveiðin í Kjósinni er alveg geggjuð“ sagði Jóhann enn fremur
Umræða