Í morgun, 25. apríl, hófst hrina smáskjálfta við Svartsengi um 4 km N af Grindavík. Flestir eru skjálftarnir undir 1,0 að stærð en skjálftahrinur eru þekktar á svæðinu og tengjast hreyfingum á flekaskilum. Enginn órói sést og engar tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir hafi fundist.
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vef Veurstofu Íslands. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.