,,Við sem setjum ,,like“ á þessa síðu skorum á forseta Alþingis, sem og formenn ríkisstjórnarflokkanna, að taka þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann af dagskrá þingsins og fresta afgreiðslu málsins fram á haust.
Þetta er í senn flókið og mikilvægt mál og því er nauðsynlegt að gefa Íslendingum tækifæri til að kynna sér það til hlítar. Kynningu á þriðja orkupakkanum hefur verið sárlega ábótavant og því óskum við eftir lengri tíma svo þing og þjóð geti tekið upplýsta ákvörðun í þessu mikla hagsmunamáli er snertir okkur öll.“
Þannig hljómar áskorun til forseta Alþingis, Steingríms J. Sigfússonar um að fresta afgreiðslu um þriðja orkupakkann fram á haust en mikil andstaða er á meðal þjóðarinnar við innleiðingu hans skv. skoðanakönnunum og jafnframt hefur verið skorað á forseta Íslands um að þetta stóra og mikilvæga mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu
Hér er hægt að ganga í hóp þeirra sem að skora á forseta Alþingis
https://gamli.frettatiminn.is/2019/05/24/eg-sendi-barattukvedjur-til-theirra-thingmanna-sem-standa-vaktina-fyrir-mig-og-bornin-min-dag-og-nott/