Stuðningur við ríkisstjórnina minnkaði um 7 prósent frá síðustu könnun
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú aðeins 47,5% í nýrri könnun MMR og hefur minnkað um heil 7 prósent frá síðustu könnun. Píratar bæta við sig fylgi og 14,6% segjast myndu kjósa þá núna og nemur aukningin um þremur prósentum miðað við síðustu mælingu MMR. Samfylkingin bætir líka við sig fylgi og nýtur stuðnings 13,3% nú en var 12,3% í síðustu könnun. Miðflokkurinn mælist nú með 10,8% sem er rúmlega prósentustigi meira en síðasta mánuði.
Vinstri græn missa fylgi og fylgi Framsóknarflokks í sögulegu lágmarki
Vinstri græn eru með 10,6% fylgi nú, einu prósentustigi minna en í apríl.Fylgi Viðreisnar er 11,3%, einu prósenti minna en það var í apríl. Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 6,4%, þremur prósentustigum minna en síðast og hefur ekki mælst svo lítið frá kosningum, að því segir í tilkynningu MMR. Sósíalistaflokkur Íslands fær stuðning 4,1% í könnuninni svipað og fyrir mánuði og fylgi Flokks fólksins mælist 3,6%. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5% og hefur bætt við sig einu prósenti frá því í apríl á meðan samstarfsflokkarnir hafa báðir tapað fylgi.
Prestur fordæmir erfða- og gjafakvótakerfið í predikun – Þjóðþing eða þjófþing?
https://gamli.frettatiminn.is/prestur-fordaemir-erfda-og-gjafakvotakerfid-i-predikun-thjodthing-eda-thjofthing/