Einn lést á Landspítalanum vegna COVID-19 sýkingar laugardaginn 22. maí. Frá þessu er greint á vef spítalans og aðstandendum vottuð samúð.
Þetta er 30. andlátið hér landi sem rakið er til veikinda af völdum kórónuveirunnar og fyrsta andlátið á Íslandi af völdum COVID-19 í fimm mánuði eða síðan 29. desember 2020.
Umræða