Rútuslys varð í Rangárvallasýslu um klukkan fimm í dag. Búið er að virkja hópslysaáætlun Landsbjargar vegna slyssin, skv. frétt ríkisútvarpsins rétt í þessu.
Ekki hafa borist upplýsingar um hversu margir voru í rútunni eða hvort einhverjir eru alvarlega slasaðir.
Tvær af þyrlum Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út til að fara á slysstað. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Þyrlurnar voru kallaðar út fyrir rétt rúmlega tíu mínútum síðan.
Umræða