0.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Sótti Lottóvinninginn á leið í bólusetningu

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Það er líf og fjör í Laugardalnum þegar bólusetningar eru í fullum gangi. Það er þó ekki laust við að einn af þeim sem var á leið í sprautuna í vikunni hafi brosað ögn meira en hinir enda nýtti hann ferðina í dalinn til að staðfesta stóran Lottóvinning í höfuðstöðum Íslenskrar getspár í leiðinni.

Þar var á ferðinni maður á besta aldri sem býr á höfuðborgarsvæðinu en hafði keypt Lottómiða hjá Olís í Borgarnesi þegar hann átti leið þar um. Aðspurður sagði sá heppni að vinningurinn kæmi sér einstaklega vel þar sem hann stæði í framkvæmdum þessa dagana.

Nú getur hann sett aukinn kraft í þær, fullbólusettur og með hátt í 10 óvæntar aukamilljónir í framkvæmdasjóði enda var hann einn með allar tölur réttar um síðustu helgi.

Starfsfólk Getspár/Getrauna óskar vinningshafanum innilega til hamingju og þakkar um leið veittan stuðning sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir öryrkja, íþrótta- og ungmennafélögin í landinu þar sem þau njóta góðs af sölu Lottó.