6.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Pútín undirbýr kjarnorkusprengjur

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Yf­ir­völd í Rússlandi hyggj­ast flytja flug­skeyti sem geta borið kjarna­vopn til Hvíta-Rúss­lands á næstu mánuðum. Þetta kom fram í sjón­varps­ávarpi Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta.

Pútín og Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó, for­seti Hvíta-Rúss­lands, eru nú að funda í Sankti Pét­urs­borg. Pútín hef­ur jafnframt boðist til að end­ur­nýja orr­ustuþotur Hvíta-Rúss­lands svo þær geti flogið með kjarn­orku­vopn. „Hví­trúss­neski her­inn býr yfir mörg­um Su-25-orr­ustuþotum. Það væri hægt að upp­færa þær á viðeig­andi hátt,“ sagði Pútín. „Þessi upp­færsla ætti að vera fram­kvæmd í Rússlandi og þjálf­un ætti að byrja sam­hliða því.“
Athygli vekur að stríðsaðgerðirnar með kjarnavopnin koma í beinu framhaldi af umsókn Úkraínu í NATO og vekja m.a. upp spurningar hvort nota eigi Lúkasjenko sem lepp í kjarnorkuhernaði fyrir Pútín?

,,Allir skynja að endirinn er í nánd – Vandamálið er í höfðinu á honum“