Yfirvöld í Rússlandi hyggjast flytja flugskeyti sem geta borið kjarnavopn til Hvíta-Rússlands á næstu mánuðum. Þetta kom fram í sjónvarpsávarpi Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta.
Pútín og Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, eru nú að funda í Sankti Pétursborg. Pútín hefur jafnframt boðist til að endurnýja orrustuþotur Hvíta-Rússlands svo þær geti flogið með kjarnorkuvopn. „Hvítrússneski herinn býr yfir mörgum Su-25-orrustuþotum. Það væri hægt að uppfæra þær á viðeigandi hátt,“ sagði Pútín. „Þessi uppfærsla ætti að vera framkvæmd í Rússlandi og þjálfun ætti að byrja samhliða því.“
Athygli vekur að stríðsaðgerðirnar með kjarnavopnin koma í beinu framhaldi af umsókn Úkraínu í NATO og vekja m.a. upp spurningar hvort nota eigi Lúkasjenko sem lepp í kjarnorkuhernaði fyrir Pútín?
https://gamli.frettatiminn.is/05/06/2022/allir-skynja-ad-endir-er-i-nand-vandamalid-er-i-hofdinu-a-honum/
Umræða