3.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Skandallinn er ákvörðun stjórnvalda að opna landið upp á gátt

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Við vorum ekki að fórna okkur svo að fjórflokkurinn liti vel út í kosningunum í haust

Guðmundur Franklín Jónsson oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins skrifar
Nú er ljóst að bólusetningarprógram ríkisstjórnar Íslands og Evrópusambandsins er eitt stórt klúður sem stöðvar ekki veiruna og væntanleg ókomin afbrigði hennar. Okkur var sagt að ef við bólusettum okkur myndum við mynda sterka vörn gegn veirunni og alls ekki getað smitað aðra með henni.

Þetta reyndist ekki rétt og eru mikil vonbrigði. Nú þegar bólusettir smita meira en óbólusettir, því þeir eru meirhluti þjóðarinnar þá veitir bólusetningin falsöryggi og falsvonir sem er mjög hættulegt. Bólusetningin er einfaldlega ekki að virka eins og okkur var sagt! Það þýðir í bókum stjórnvalda að nú verði að bólusetja börn! Það er eitthvað skrítið við þetta og það hefur enginn rökstutt þessa furðulegu hugmynd nógu vel.

Ef að bólusett fólk er að veikjast og smitar aðra bólusetta, er þá ekki rökrétt að loka landinu þangað til að öll löndin í kringum okkur eru orðin græn og setja alla ferðalanga í sóttkví? Skandallinn er ákvörðun stjórnvalda að opna landið upp á gátt 25. júní. Hún var pólitísk, lífshættuleg og heimskuleg tilraun. Betra hefði verið að bíða og sjá hvernig bóluefnið virkaði hér og í löndunum í kringum okkur.

Þetta klúður ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG hefur nú þegar valdið miklu heilsufars- og efnahagslegu tjóni. Stjórnvöld eru komin út í skurð og eru föst þar. Við heimtum langtímastrategíu eða plan fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu. Við eigum það skilið eftir allar fórnirnar. Við vorum ekki að fórna okkur svo að fjórflokkurinn liti vel út í kosningunum í haust.