Menningarnótt fór vel fram í alla staði, mikill fjöldi gesta lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur, á löggæslusvæði eitt, eru bókuð 141 mál frá klukkan 19:00 og til 05:00
Í þessum 141 bókuðu málum eru helstu verkefni lögreglu,
Aðstoð við borgarana á ýmsan máta, Áfengislög, ölvun á almannafæri, mál sem snúna að barnaverndarlögum, tilkynningar til barnaverndar vegna ólögráða aðila sem lögregla hafði afskipti af, nokkuð var hellt niður af áfengi hjá ungmennum sem ekki höfðu aldur til að meðhöndla áfengi, fjögur fíkniefnamál eru skráð, nokkrar hávaðakvartanir þegar líða fór á nóttina, eftir kvöldmat fór svo að sjást meiri ölvun hjá fólki og þá byrjuðu pústrar á milli manna og eru skráðar 5 líkamsárásir sem eru til rannsóknar, allar minniháttar.
Eitt umferðarslys er skráð ásamt tveimur afskiptum af ökumönnum grunuðum um ölvun við akstur. Þegar þetta er skrifað þá eru átta manns í vistaðir í fangaklefa vegna ýmissa brota.
Helstu verkefni á Löggæslusvæði 2, 3 og 4 eru.
Á Löggæslusvæði 2 voru helstu verkefni, ölvun við akstur, samkvæmishávaði og ýmiskonar aðstoð, einn vistaður vegna eignaspjalla.
Á löggæslusvæði 3 voru helstu verkefni, akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, líkamsárás, minniháttar og samkvæmishávaði.
Á löggæslusvæði 4 voru helstu verkefni, eldur í nýbyggingu, minniháttar skemmdir, líkamsárás, minniháttar, akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, samkvæmishávaði.