Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag er áfram útlit fyrir hæglætisveður á landinu, ýmist hægviðri eða hafgola. Í nótt létu lágský eða þokumóða á sér kræla allvíða. Með deginum ætti sólin þó að ná í gegnum skýin og flestir landshlutar ættu að fá bjarta kafla. Þó gæti þokan orðið þaulsetin á stöku stað við sjóinn. Einnig gæti verið von á dálitlum skúrum eftir hádegi suðaustan- og austanlands. Hitinn í dag yfirleitt á bilinu 10 til 16 stig, hlýjast inn til landsins.
Á morgun er áttin orðin vestlæg, en vindur áfram hægur, nær varla 8 m/s. Í vestanáttinni er líklegt að skýjað verði á vestanverðu landinu. Bjartara veður í öðrum landshlutum, þó þokubakkar gætu látið sjá sig við ströndina. Hæsti hitinn á morgun gæti orðið um 17 stig og er Suðausturland líklegast til að verða hlýjasti landshlutinn.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg vestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en skýjað að mestu á morgun. Hiti 10 til 14 stig yfir daginn.
Veðurhorfur á landinu
Hægviðri eða hafgola. Bjart með köflum í dag, en sums staðar þokubakkar við sjávarsíðuna og stöku síðdegisskúrir suðaustan- og austanlands. Hiti 10 til 16 stig yfir daginn.
Vestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s á morgun. Skýjað á vestanverðu landinu. Víða bjart í öðrum landshlutum, en sums staðar þokuloft við norður- og austurströndina. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Spá gerð: 25.08.2020 04:23. Gildir til: 26.08.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag og fimmtudag:
Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað á vestanverðu landinu. Víða bjart í öðrum landshlutum, en sums staðar þokuloft við norður- og austurströndina. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Á föstudag og laugardag:
Vestlæg átt 3-10 m/s. Skýjað að mestu og lítilsháttar væta, en yfirleitt þurrt um landið austanvert. Hiti 10 til 15 stig.
Á sunnudag og mánudag:
Suðaustlæg átt með vætu, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 11 til 19 stig, hlýjast norðanlands.
Spá gerð: 24.08.2020 21:26. Gildir til: 31.08.2020 12:00.