Stærsta afmælis- og borgarhátíð Reykjavíkur Menningarnótt var haldin í gær laugardaginn 24. ágúst 2024.
Mörg þúsund manns létu sjá sig og sáu aðra og segja má að hátíðin sé hápunktur sumarsins þar sem skemmtilegir viðburðir lita mannlífið í miðborginni frá morgni til kvölds. Hátíðin er ætluð fyrir alla borgarbúa og gesti sem vilja taka þátt í hátíðinni og skemmta sér.
Fólk var á öllum aldri og lét kuldann í gærkvöld ekki aftra sér frá því að mæta á svæðið.
Flugeldasýningin var svo toppurinn á hátíðinni og óhætt að segja að hún hafi verið stórglæsileg eins og myndirnar hér að neðan sýna.
Umræða