Listar yfir fjárfestingar útgerðarfélaga og tengdra félaga í íslensku atvinnulífi voru í drögum að skýrslu sjávarútvegsráðherra sem ríkisskattstjóri sendi ráðuneytinu í júlí. Listarnir voru ekki í seinni drögum og ekki í endanlegri skýrslu sjávarútvegsráðherra til Alþingis. Þetta kemur fram hjá Kveik á rúv.is í dag.
Þar segir jafnframt að Kveikur hafi óskað eftir á þriðjudaginn í síðustu viku að fá öll gögn sem tengdust skýrsluskrifunum bæði frá atvinnuvegaráðuneytinu og ríkisskattstjóra. Gögnin bárust frá ríkisskattstjóra eftir hádegi í gær en þau svör fengust frá ráðuneytinu að ekki tækist að afhenda þeirra hluta gagnanna fyrir helgi.
Upplýsingar um eignarhluti 20 stærstu útgerðarfélaga landsins og tengdra aðila í óskyldum atvinnurekstri voru teknar saman, með greiningu á fjárfestingum þeirra.
Meðal gagna frá ríkisskattstjóra eru skýrsludrög sem ríkisskattstjóri sendi atvinnuvegaráðuneytinu í júlí. Þar er að finna lista yfir fjárfestingar hvers útgerðarfélags og tengdra félaga
Hér er hægt að sjá gögn sem Kveikur hefur komist yfir varðandi málið
Discussion about this post