Í gær hófst jarðskjálftahrina við Geitafell, sunnan Þrengsla/Bláfjalla. Um 50 skjálftar hafa mælst þar síðasta sólarhringinn.
Skjálftavirknin er á N-S sprungufleti sem gengur undir sunnanvert fjallið. Stærstu skjálftarnir urðu í gærkvöld, um kl. 20:50 og um kl. 20:35. Þeir voru af stærð
Mw 3,25 kl. 20:49, M 3,2 kl. 20:51 og M3,0 kl. 23:35. Skjálftanna varð vart á höfuðborgarsvæðinu.
Enn mælast smáskjálftar á svæðinu.
Umræða