Uppfært: Í kvöld um klukkan 22:00 kom tilkynning frá barnavernd að Sindri Þór Tryggvason sem lýst var eftir í dag væri fundinn. Lögreglan á Norðurlandi eystra þakkar ykkur kærlega fyrir veitta aðstoð
Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Sindra Þór Tryggvasyni sem er 17 ára. Hann er um 180 cm á hæð, grannvaxinn og með ljóst skollitað hár. Ekki er neitt vitað um klæðaburð hans.
Síðast er vitað um ferðir Sindra á Akureyri miðvikudaginn 23. október 2019.
Þeir sem geta veitt upplýsingar um hvar hann er að finna hafi samband við lögregluna á Norðurlandi eystra í gegnum Neyðarlínuna 1-1-2 eða hér í skilaboðum á Facebook.
Umræða