Karlmaður á sextugsaldri sem varð fyrir skoti úr haglabyssu í uppsveitum Árnessýslu er látinn.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Lögreglunni á Suðurlandi bárust upplýsingar um atvikið um hálf sjö í gærkvöldi.
Lögregla, sjúkraflutningar HSU, læknir, vettvangsliðar frá björgunarsveitum og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð til. Endurlífgunartilraunir voru reyndar á vettvangi en báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn.
Rannsókn á atvikum er í höndum rannsóknardeildar Lögreglustjórans á Suðurlandi og nýtur hún aðstoðar tæknideildar Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn lögreglu verða ekki veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Umræða

