Lögreglan á Suðurlandi rannsakar banaslys sem varð á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi 10. nóvember. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu ríkisútvarpsins að ekki sé grunur um neitt saknæmt.
Oddur vildi ekki tjá sig við fréttastofu um einstaka þætti rannsóknarinnar eða tildrög slyssins og staðfesti aðeins að banaslys á Móbergi væri til rannsóknar.
Hjúkrunarheimilið Móberg opnaði fyrir fáeinum vikum og allt að 60 íbúar geta verið þar til heimilis.
Umræða